Fótbolti

Udinese og Gladbach komust bæði á toppinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Gladbach voru kátir í leikslok.
Leikmenn Gladbach voru kátir í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Udinese og Borussia Mönchengladbach komust bæði á toppinn í sínum deildum eftir sigra í kvöld.  Udinese vann 2-0 sigur á Roma á heimavelli og náði tveggja stiga forskot í ítölsku deildinni en Borussia Mönchengladbach vann 3-0 útisigur á Köln og náði eins stigs forskoti í þýsku úrvalsdeildinni.

Antonio Di Natale og Mauricio Isla skoruðu mörk Udinese á síðustu ellefu mínútum leiksins en mark Di Natale var hans níunda á tímabilinu. Udinese er með 24 stig eða tveimur stigum meira en Lazio og Juventus.

Borussia Mönchengladbach fylgdi á eftir 5-0 stórsigri á Werder Bremen um síðustu helgi með því að vinna annan flottan sigur á Köln í kvöld. Mike Hanke skoraði tvö markanna og í milltíðinni kom Jorge Arango Gladbach-liðinu í 2-0.

Bayern München er aðeins einu stigi á eftir Gladbach og getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Mainz 05 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×