Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 59-85 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2011 12:40 Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Íslands- og bikarmeistari KR í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Fyrir þá sem lögðu leið sína í DHL-höllina í gær og áttu von á stórleik urðu fyrir miklum vonbrigðum, þá sérstaklega stuðningsmenn KR. Heimamenn áttu hreint skelfilegan leik og náðu sér aldrei á strik gegn gríðarlega öflugum Grindvíkingum. Grindavík virðist til alls líklegt í öllum keppnum í vetur. Grindvíkingar byrjuðu leiktíðina með því að vinna KR í Meistarakeppni KKÍ á umdeildri flautukörfu og hafa síðan þá unnið hvern einasta leik, bæði í deild og Lengjubikarnum. Þeir létu KR-inga lita mjög illa út í kvöld. Eins og sést á lokatölunum var sóknarleikur KR einfaldlega í molum og skotnýtingin eftir því. KR-ingar voru 0/10 í þriggja stiga tilraunum og vel undir 40 prósentunum innan línunnar. Þetta kristallaðist allt saman í ótrúlegri tölfræði Bandaríkjamannsins Edward Horton sem klikkaði á öllum þrettán skotum sínum í leiknum, þar af átta 2ja stiga tilraunum. Grindvíkingar léku hins vegar á als oddi og Bandaríkjamennirnir tveir, þeir J'Nathan Bullock og Giordan Watson, voru mjög öflugir. Bullock bauð upp á tröllatroðslu um miðjan annan leikhluta sem vakti mikla kátínu. Mest varð forysta Grindavíkur í fyrri hálfleik sautján stig, 35-18, en KR-ingar náðu að rétta örlítið úr sínum hlut í lok fyrri hálfleiksins og héldu muninum þó „aðeins" í sextán stigum í hálfleik, 43-27. Ekki tók mikið skárra við í þriðja leikhluta. KR-ingar ætluðu greinileg að láta til sín taka en skotnýtingin var einfaldlega hræðileg. Aðeins tvö af fyrstu níu skotunum fóru ofan í og þó svo að Grindvíkingar hafi ekki verið að stinga af var langur vegur frá því að KR-ingar gerðu einhverja atlögu að forystu þeirra. Munurinn var 22 stig, 67-45, þegar fjórði leikhluti hófst og lítil spenna í leiknum. Svo fór að Grindvíkingar lönduðu auðveldum sigri og héldu KR undir 60 stigum. Sem fyrr segir voru þeir Bullock og Watson öflugir í liði Grindavíkur en stóri munurinn á liðunum í kvöld var liðsheildin - hún var einfaldlega miklu öflugri hjá Grindavík sem eru eftir leikinn í kvöld enn taplausir í þrettán viðureignum í öllum keppnum. KR-ingar þurfa að líta í eigin barm. Fyrir utan Finn Atla Magnússon náði enginn þeirra sér á strik í kvöld. Edward Horton átti skelfilegan leik og David Tairu var litlu betri. En það skortir leiðtoga í lið KR og var innkoma Fannars Ólafssonar ljósið í myrkrinu fyrir þá. Hann á þó enn langt í land með að ná fyrri styrk og á meðan svo er verða aðrir leikmenn liðsins einfaldlega að hysja upp um sig brækurnar.KR-Grindavík 59-85 (10-24, 17-19, 18-24, 14-18)KR: Finnur Atli Magnusson 19/14 fráköst, David Tairu 11/4 fráköst, Kristófer Acox 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Emil Þór Jóhannsson 6, Martin Hermannsson 4, Ólafur Már Ægisson 2, Hreggviður Magnússon 2, Björn Kristjánsson 2, Jón Orri Kristjánsson 1/5 fráköst.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/9 fráköst, Giordan Watson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 12, Páll Axel Vilbergsson 11/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Helgi Jónas: Höfum mannskap til að vinna alla leiki„Við höfum verið frekar daprir og virkað áhugalausir í síðustu leikjum. Við sýndum þó í kvöld úr hverju við erum gerðir og skiluðum þessa góða sigri," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, af mikilli hógværð eftir sigurinn á KR í kvöld. „Varnarleikurinn var frábær, hjálparvörnin sérstaklega og menn lögðu sig mikið fram. Bandaríkjamennirnir skiluðu sínu var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með [Giordan] Watson í kvöld. Hann skoraði 20 stig en maður tók varla eftir honum. Hann stjórnaði okkar leik og skilaði okkur samt þessum góðu tölum." Grindavík hefur nú unnið alla leiki í öllum keppnum til þessa á tímabilinu og virðast til alls líklegir. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna og við höfum mannskapinn til þess," sagði Helgi Jónas að lokum. Hrafn: Enginn óhultur nema íslenski leikmaðurinn„Þetta var bara hræðilegt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Þetta var fyrsta niðurlægingin sem ég hef orðið fyrir hér inni. Maður verður að vinna úr því eins og öllu öðru." Frammistaða KR í kvöld var vægast sagt slök og varla sæmandi fyrir núverandi Íslands- og bikarmeistara, þá sérstaklega í sókninni. Hrafn segist þó ekki óttast að bitinn verði of stór til að kyngja. „Þá gætum við allt eins lokað sjoppunni og hætt þessu. Það skiptir miklum máli hvernig við tökumst á þetta á næstu dögum." Finnur Atli Magnússon bar einfaldlega af í liði KR í kvöld og hinn ungi Martin Hermannsson reyndi þó af og til að sýna einhvern lit. Upp á mikið meira var ekki boðið hjá KR í leiknum. „Finnur sýndi ákveðna karlmennsku og sýndi að þetta snýst allt um hugarfarið. Svona vill maður sjá hann spila í hverjum leik. Aðrir leikmenn litu út fyrir að vera hikandi og hræddir inn á vellinum," sagði Hrafn og hrósaði Martin líka. „Það leit allavega út fyrir að hann væri pirraður yfir því hvað væri að gerast." Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton voru langt frá sínu besta í kvöld. Horton klikkaði á öllum ellefu skotum sínum í leiknum og þó svo að Tairu hafi skorað ellefu stig var hann litlu skárri. Hvort þetta leiði til breytinga í leikmannahópi KR vildi Hrafn ekki staðfesta. „Ef svo er verður það ekki tilkynnt við þetta tækifæri. En eðli íþróttanna er að það verði farið í einhvers konar hrókeringar þegar illa gengur og það virðist enginn óhultur nema íslenski leikmaðurinn." Ólafur: Stoppuðum þá í vörninni„Við lögðum upp með að stoppa þá í vörninni og þannig unnum við þennan leik. Þeir skoruðu ekki nema 59 stig í leiknum sem sýndi hversu góðir við vorum í kvöld,“ sagði Ólafur Ólafsson eftir sigurinn á KR í kvöld. „Svo kom hitt allt með. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og getum allir skilað stigum. Þegar liðsheildin er svona öflug eins og hún var í kvöld er fjandinn laus.“ Hann hrósaði einnig Bandaríkjamönnunum Giordan Watson og J'Nathan Bullock. „Watson var í Njarðvík í fyrra og skilaði þá 40 stigum í leik. Með fullri virðingu fyrir Njarðvíkingum þá hefur hann úr fleiri kostum að velja og nýtist því liðinu mjög vel. Svo var tröllið í teignum [Bullock] algjörlega ótrúlegur auk þess sem hann hitti mjög vel fyrir utan línuna.“ Finnur Atli: Þurfum að líta í eigin barm„Við skoruðum ekki einu sinni 60 stig í kvöld. Mér fannst við vera í lélegasta sóknarleik í heimi gegn Þór í síðasta leik en við náðum samt að toppa okkur í kvöld,“ sagði Finnur Atli sem átti þó góðan leik, skoraði nítján stig og tók fjórtán fráköst. „Við vorum ekki að leyfa kerfunum okkar að ganga í kvöld og vorum fullfljótir í að velja alltaf fyrsta kostinn. Það gengur inn á milli en við viljum þá hafa fyrir hlutunum og dekka okkur í 15-18 sekúndur í hverri sókn. Á meðan þeir þurfa ekki að dekka okkur í nema 6-8 sekúndur geta þeir gert það allan leikinn,“ sagði Finnur um vandræði KR í sóknarleiknum í kvöld. „Það er líka erfitt að ætla sér að koma alltaf til baka ef skotin eru ekki að detta. Þá þurfum við að fá lay-up í hverri sókn. Það gekk stundum upp og náðum við að minnka forystuna í tólf stig en þá komu mistökin og þeir voru fljótir að refsa fyrir þau.“ „Nú verða allir að líta í eigin barm. Það er frídagur á morgun og leikur á sunnudaginn. Við verðum bara að mæta eins og karlmenn á æfingu á laugardaginn, segja bara „fokk it“ og lemja okkur almennilega til.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Íslands- og bikarmeistari KR í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Fyrir þá sem lögðu leið sína í DHL-höllina í gær og áttu von á stórleik urðu fyrir miklum vonbrigðum, þá sérstaklega stuðningsmenn KR. Heimamenn áttu hreint skelfilegan leik og náðu sér aldrei á strik gegn gríðarlega öflugum Grindvíkingum. Grindavík virðist til alls líklegt í öllum keppnum í vetur. Grindvíkingar byrjuðu leiktíðina með því að vinna KR í Meistarakeppni KKÍ á umdeildri flautukörfu og hafa síðan þá unnið hvern einasta leik, bæði í deild og Lengjubikarnum. Þeir létu KR-inga lita mjög illa út í kvöld. Eins og sést á lokatölunum var sóknarleikur KR einfaldlega í molum og skotnýtingin eftir því. KR-ingar voru 0/10 í þriggja stiga tilraunum og vel undir 40 prósentunum innan línunnar. Þetta kristallaðist allt saman í ótrúlegri tölfræði Bandaríkjamannsins Edward Horton sem klikkaði á öllum þrettán skotum sínum í leiknum, þar af átta 2ja stiga tilraunum. Grindvíkingar léku hins vegar á als oddi og Bandaríkjamennirnir tveir, þeir J'Nathan Bullock og Giordan Watson, voru mjög öflugir. Bullock bauð upp á tröllatroðslu um miðjan annan leikhluta sem vakti mikla kátínu. Mest varð forysta Grindavíkur í fyrri hálfleik sautján stig, 35-18, en KR-ingar náðu að rétta örlítið úr sínum hlut í lok fyrri hálfleiksins og héldu muninum þó „aðeins" í sextán stigum í hálfleik, 43-27. Ekki tók mikið skárra við í þriðja leikhluta. KR-ingar ætluðu greinileg að láta til sín taka en skotnýtingin var einfaldlega hræðileg. Aðeins tvö af fyrstu níu skotunum fóru ofan í og þó svo að Grindvíkingar hafi ekki verið að stinga af var langur vegur frá því að KR-ingar gerðu einhverja atlögu að forystu þeirra. Munurinn var 22 stig, 67-45, þegar fjórði leikhluti hófst og lítil spenna í leiknum. Svo fór að Grindvíkingar lönduðu auðveldum sigri og héldu KR undir 60 stigum. Sem fyrr segir voru þeir Bullock og Watson öflugir í liði Grindavíkur en stóri munurinn á liðunum í kvöld var liðsheildin - hún var einfaldlega miklu öflugri hjá Grindavík sem eru eftir leikinn í kvöld enn taplausir í þrettán viðureignum í öllum keppnum. KR-ingar þurfa að líta í eigin barm. Fyrir utan Finn Atla Magnússon náði enginn þeirra sér á strik í kvöld. Edward Horton átti skelfilegan leik og David Tairu var litlu betri. En það skortir leiðtoga í lið KR og var innkoma Fannars Ólafssonar ljósið í myrkrinu fyrir þá. Hann á þó enn langt í land með að ná fyrri styrk og á meðan svo er verða aðrir leikmenn liðsins einfaldlega að hysja upp um sig brækurnar.KR-Grindavík 59-85 (10-24, 17-19, 18-24, 14-18)KR: Finnur Atli Magnusson 19/14 fráköst, David Tairu 11/4 fráköst, Kristófer Acox 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Emil Þór Jóhannsson 6, Martin Hermannsson 4, Ólafur Már Ægisson 2, Hreggviður Magnússon 2, Björn Kristjánsson 2, Jón Orri Kristjánsson 1/5 fráköst.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/9 fráköst, Giordan Watson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 12, Páll Axel Vilbergsson 11/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Helgi Jónas: Höfum mannskap til að vinna alla leiki„Við höfum verið frekar daprir og virkað áhugalausir í síðustu leikjum. Við sýndum þó í kvöld úr hverju við erum gerðir og skiluðum þessa góða sigri," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, af mikilli hógværð eftir sigurinn á KR í kvöld. „Varnarleikurinn var frábær, hjálparvörnin sérstaklega og menn lögðu sig mikið fram. Bandaríkjamennirnir skiluðu sínu var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með [Giordan] Watson í kvöld. Hann skoraði 20 stig en maður tók varla eftir honum. Hann stjórnaði okkar leik og skilaði okkur samt þessum góðu tölum." Grindavík hefur nú unnið alla leiki í öllum keppnum til þessa á tímabilinu og virðast til alls líklegir. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna og við höfum mannskapinn til þess," sagði Helgi Jónas að lokum. Hrafn: Enginn óhultur nema íslenski leikmaðurinn„Þetta var bara hræðilegt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Þetta var fyrsta niðurlægingin sem ég hef orðið fyrir hér inni. Maður verður að vinna úr því eins og öllu öðru." Frammistaða KR í kvöld var vægast sagt slök og varla sæmandi fyrir núverandi Íslands- og bikarmeistara, þá sérstaklega í sókninni. Hrafn segist þó ekki óttast að bitinn verði of stór til að kyngja. „Þá gætum við allt eins lokað sjoppunni og hætt þessu. Það skiptir miklum máli hvernig við tökumst á þetta á næstu dögum." Finnur Atli Magnússon bar einfaldlega af í liði KR í kvöld og hinn ungi Martin Hermannsson reyndi þó af og til að sýna einhvern lit. Upp á mikið meira var ekki boðið hjá KR í leiknum. „Finnur sýndi ákveðna karlmennsku og sýndi að þetta snýst allt um hugarfarið. Svona vill maður sjá hann spila í hverjum leik. Aðrir leikmenn litu út fyrir að vera hikandi og hræddir inn á vellinum," sagði Hrafn og hrósaði Martin líka. „Það leit allavega út fyrir að hann væri pirraður yfir því hvað væri að gerast." Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton voru langt frá sínu besta í kvöld. Horton klikkaði á öllum ellefu skotum sínum í leiknum og þó svo að Tairu hafi skorað ellefu stig var hann litlu skárri. Hvort þetta leiði til breytinga í leikmannahópi KR vildi Hrafn ekki staðfesta. „Ef svo er verður það ekki tilkynnt við þetta tækifæri. En eðli íþróttanna er að það verði farið í einhvers konar hrókeringar þegar illa gengur og það virðist enginn óhultur nema íslenski leikmaðurinn." Ólafur: Stoppuðum þá í vörninni„Við lögðum upp með að stoppa þá í vörninni og þannig unnum við þennan leik. Þeir skoruðu ekki nema 59 stig í leiknum sem sýndi hversu góðir við vorum í kvöld,“ sagði Ólafur Ólafsson eftir sigurinn á KR í kvöld. „Svo kom hitt allt með. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og getum allir skilað stigum. Þegar liðsheildin er svona öflug eins og hún var í kvöld er fjandinn laus.“ Hann hrósaði einnig Bandaríkjamönnunum Giordan Watson og J'Nathan Bullock. „Watson var í Njarðvík í fyrra og skilaði þá 40 stigum í leik. Með fullri virðingu fyrir Njarðvíkingum þá hefur hann úr fleiri kostum að velja og nýtist því liðinu mjög vel. Svo var tröllið í teignum [Bullock] algjörlega ótrúlegur auk þess sem hann hitti mjög vel fyrir utan línuna.“ Finnur Atli: Þurfum að líta í eigin barm„Við skoruðum ekki einu sinni 60 stig í kvöld. Mér fannst við vera í lélegasta sóknarleik í heimi gegn Þór í síðasta leik en við náðum samt að toppa okkur í kvöld,“ sagði Finnur Atli sem átti þó góðan leik, skoraði nítján stig og tók fjórtán fráköst. „Við vorum ekki að leyfa kerfunum okkar að ganga í kvöld og vorum fullfljótir í að velja alltaf fyrsta kostinn. Það gengur inn á milli en við viljum þá hafa fyrir hlutunum og dekka okkur í 15-18 sekúndur í hverri sókn. Á meðan þeir þurfa ekki að dekka okkur í nema 6-8 sekúndur geta þeir gert það allan leikinn,“ sagði Finnur um vandræði KR í sóknarleiknum í kvöld. „Það er líka erfitt að ætla sér að koma alltaf til baka ef skotin eru ekki að detta. Þá þurfum við að fá lay-up í hverri sókn. Það gekk stundum upp og náðum við að minnka forystuna í tólf stig en þá komu mistökin og þeir voru fljótir að refsa fyrir þau.“ „Nú verða allir að líta í eigin barm. Það er frídagur á morgun og leikur á sunnudaginn. Við verðum bara að mæta eins og karlmenn á æfingu á laugardaginn, segja bara „fokk it“ og lemja okkur almennilega til.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti