Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, og unnusti hennar Brad Pitt, 47 ára, stilltu sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood & Honey.
Angelina, sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, var klædd í svartan Joseph topp og svart Ralph Lauren pils. Þá var hún með Ofira hálsfesti sem smellpassaði við samsetninguna.
Foreldrar Brad, Bill og Jane Pitt, voru einnig á staðnum. Eins og sjá má í myndasafni fór vel á með þeim.
Hér getur þú dregið Tarot-spil fyrir daginn!

