Ferguson lærir af reynslunni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 18:45 Sir Alex þungt hugsi MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefur Arsenal eitt enskra liða tryggt sér sætí í 16 liða úrslitum. Örlög Manchester City eru ekki í þeirra höndum og Manchester United og Chelsea eiga taugatitrandi leiki framundan í vikunni þar sem allt er undir. Ferguson segir að Evrópukeppnin verði sífellt erfiðari og að lið utan "stærri" deilda Evrópu sé nógu rík til að laða til sín sterka leikmenn. "Það er rétt að aðeins eitt enskt lið gæti komist áfram sem undirstrikar nýja áskorun enskra liða," segir Ferguson. "Það eru lið víðsvegar um Evrópu sem eiga mikið af peningum. Kannski þurfum við að bæta leik okkar og vanmeta ekki riðlakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að rússnesk lið eiga peninga og séu með marga Brasilíumenn í liðum sínum en meira að segja lið eins og APOEL Nicosia er nógu ríkt til að ná í erlenda leikmenn. Auður skiptir sífellt meira máli," sagði Ferguson. Sir Alex er bjartsýnn á að lið hans komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Manchester United er með stigi meira en Basel fyrir leik liðanna í Sviss á miðvikudag. "Það er okkur í hag að þeir þurfa að sækja til sigurs. Á einhverjum tímapunkti, kannski ekki í byrjun leiks, þurfa þeir að blása til sóknar," sagði Ferguson að lokum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira