Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 80-66 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. desember 2011 20:04 Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum á morgun eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn, 80-66. Grindavík lék frábæran varnarleik í leiknum og fór illa með Þór í fráköstunum sem gerið gæfu muninn. Grindavík hóf leikinn af krafti og náði fljótt undirtökunum þó Þór hafi skorað fyrstu þrjú stig leiksins. Með frábæran sóknarleik að vopni náði Grindavík mest fjórtan stiga forystu í fyrsta leikhluta, 21-7, en Þór náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir annan leikhluta, 28-17. Þórsarar hafa sýnt það oftar en einu sinni í vetur að liðið gefst aldrei upp. Með ótrúlegri baráttu og góðum leik voru þeir búnir að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks, 37-37 og fjörutíu sekúndum síðar var Þór komið yfir í fyrsta sinn frá fyrstu mínútu, 38-37. Það voru þó Grindvíkingar sem luku fyrri hálfleiknum betur og fóru með tveggja stiga forystu til hálfleiks, 42-40. Grindvíkingar tóku við sér á ný í þriðja leikhluta. Varnarleikur liðsins var frábær og liðið náði mest ellefu stiga forystu en Þórsarar björguðu andlitinu með tveimur þriggja stiga körfum á lokasekúndum leikhlutans og því munaði aðeins fimm stigum þegar fjórði leikhluti hófst, 55-60. Það tók Þór þrjá og hálfa mínútu að skora í fjórða leikhluta en þá hafði Grindavík skorað sjö stig og munurinn kominn upp í 12 stig, 67-55. Þann mun náði Þór aldrei að brúa og Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur.Helgi Jónas: Jörðuðum þá í fráköstunum „Það var frábær varnarleikur sem lagði grunninn að þessum sigri og mikil barátta í liðinu," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við byrjum leikinn mjög vel en eigum í vandræðum með að leysa svæðisvörnina sem þeir skipta í. Það kom í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning. Við vonuðumst eftir þriggja stiga skotsýningu sem kom ekki. Þá ákváðum við að keyra meira á körfuna," sagði Helgi en Grindavík virtist ætla að gera út um leikinn áður en Þór skoraði sex síðustu stig þriðja leikhluta á andartaki. „Við misstum einbeitingu í smá stund í lok þriðja leikhluta. Við vorum búnir að halda þeim í níu stigum en þá skoruðu þeir tvo auðvelda opna þrista á þrjátíu síðustu sekúndunum. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu, við jörðuðum þá í fráköstum á báðum endum vallarins," sagði Helgi en Grindavík tók 56 fráköst á móti 39 hjá Þór og þar af 21 sóknarfrákast. Það vakti athygli að margir leikmenn byrjunarliðs Grindavíkur voru inni á vellinum allt þar til mínúta var eftir af leiknum og úrslitin ráðin. Helgi Jónas vildi ekki taka neina áhættu enda aldrei hægt að afskrifa Þór. „Þetta var það mikilvægur leikur að ég vildi ekki taka þá útaf fyrr. Það er hægt að skora ansi mörg stig í körfubolta á stuttum tíma," sagði Helgi Jónas að lokum.Benedikt: Sóknarleikurinn varð okkur að falli „Þetta er firnasterkt Grindavíkurlið, við vissum að við þyrftum að eiga toppleik og það þyrfti margt að ganga upp. Það tókst ekki núna. Það voru nokkur atriði sem voru ekki alveg að rúlla fyrir okkur," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Ég get nefnt tapaða bolta, fráköst, skotnýtingu erlendra atvinnumanna, ég get týnt sitt lítið af hverju til. Þeir taka fullt af sóknarfráköstum. Við töpum dýrum töpuðum boltum þar sem við fáum hraðaupphlaup á okkur og körfu. Svo var nýtingin alveg hræðileg hjá mönnum sem eru varnir að hitta miklu betur." „Eftir að við förum í svæðisvörn var þetta allt annað. Hún fannst mér virka vel í þessum leik. Við fengum 18 stig á okkur á fjórum mínútum í byrjun, eftir það var þetta allt í lagi varnarlega en sóknarleikurinn varð okkur að falli og að sama skapi hörku varnarleikur hjá Grindavík, þeir náðu að halda erlendur leikmönnunum mínum í mjög lágri nýtingu og það þarf að gefa þeim prik fyrir það," sagði Benedikt að lokum.Þór Þorlákshöfn-Grindavík 66-80 (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Darrin Govens 18/12 fráköst, Darri Hilmarsson 9/7 fráköst, Michael Ringgold 8/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 2, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/17 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst/6 varin skot, Giordan Watson 9/6 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/7 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum á morgun eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn, 80-66. Grindavík lék frábæran varnarleik í leiknum og fór illa með Þór í fráköstunum sem gerið gæfu muninn. Grindavík hóf leikinn af krafti og náði fljótt undirtökunum þó Þór hafi skorað fyrstu þrjú stig leiksins. Með frábæran sóknarleik að vopni náði Grindavík mest fjórtan stiga forystu í fyrsta leikhluta, 21-7, en Þór náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir annan leikhluta, 28-17. Þórsarar hafa sýnt það oftar en einu sinni í vetur að liðið gefst aldrei upp. Með ótrúlegri baráttu og góðum leik voru þeir búnir að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks, 37-37 og fjörutíu sekúndum síðar var Þór komið yfir í fyrsta sinn frá fyrstu mínútu, 38-37. Það voru þó Grindvíkingar sem luku fyrri hálfleiknum betur og fóru með tveggja stiga forystu til hálfleiks, 42-40. Grindvíkingar tóku við sér á ný í þriðja leikhluta. Varnarleikur liðsins var frábær og liðið náði mest ellefu stiga forystu en Þórsarar björguðu andlitinu með tveimur þriggja stiga körfum á lokasekúndum leikhlutans og því munaði aðeins fimm stigum þegar fjórði leikhluti hófst, 55-60. Það tók Þór þrjá og hálfa mínútu að skora í fjórða leikhluta en þá hafði Grindavík skorað sjö stig og munurinn kominn upp í 12 stig, 67-55. Þann mun náði Þór aldrei að brúa og Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur.Helgi Jónas: Jörðuðum þá í fráköstunum „Það var frábær varnarleikur sem lagði grunninn að þessum sigri og mikil barátta í liðinu," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Við byrjum leikinn mjög vel en eigum í vandræðum með að leysa svæðisvörnina sem þeir skipta í. Það kom í seinni hálfleik og þá var þetta aldrei spurning. Við vonuðumst eftir þriggja stiga skotsýningu sem kom ekki. Þá ákváðum við að keyra meira á körfuna," sagði Helgi en Grindavík virtist ætla að gera út um leikinn áður en Þór skoraði sex síðustu stig þriðja leikhluta á andartaki. „Við misstum einbeitingu í smá stund í lok þriðja leikhluta. Við vorum búnir að halda þeim í níu stigum en þá skoruðu þeir tvo auðvelda opna þrista á þrjátíu síðustu sekúndunum. Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu, við jörðuðum þá í fráköstum á báðum endum vallarins," sagði Helgi en Grindavík tók 56 fráköst á móti 39 hjá Þór og þar af 21 sóknarfrákast. Það vakti athygli að margir leikmenn byrjunarliðs Grindavíkur voru inni á vellinum allt þar til mínúta var eftir af leiknum og úrslitin ráðin. Helgi Jónas vildi ekki taka neina áhættu enda aldrei hægt að afskrifa Þór. „Þetta var það mikilvægur leikur að ég vildi ekki taka þá útaf fyrr. Það er hægt að skora ansi mörg stig í körfubolta á stuttum tíma," sagði Helgi Jónas að lokum.Benedikt: Sóknarleikurinn varð okkur að falli „Þetta er firnasterkt Grindavíkurlið, við vissum að við þyrftum að eiga toppleik og það þyrfti margt að ganga upp. Það tókst ekki núna. Það voru nokkur atriði sem voru ekki alveg að rúlla fyrir okkur," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Ég get nefnt tapaða bolta, fráköst, skotnýtingu erlendra atvinnumanna, ég get týnt sitt lítið af hverju til. Þeir taka fullt af sóknarfráköstum. Við töpum dýrum töpuðum boltum þar sem við fáum hraðaupphlaup á okkur og körfu. Svo var nýtingin alveg hræðileg hjá mönnum sem eru varnir að hitta miklu betur." „Eftir að við förum í svæðisvörn var þetta allt annað. Hún fannst mér virka vel í þessum leik. Við fengum 18 stig á okkur á fjórum mínútum í byrjun, eftir það var þetta allt í lagi varnarlega en sóknarleikurinn varð okkur að falli og að sama skapi hörku varnarleikur hjá Grindavík, þeir náðu að halda erlendur leikmönnunum mínum í mjög lágri nýtingu og það þarf að gefa þeim prik fyrir það," sagði Benedikt að lokum.Þór Þorlákshöfn-Grindavík 66-80 (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Þór Þorlákshöfn: Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Darrin Govens 18/12 fráköst, Darri Hilmarsson 9/7 fráköst, Michael Ringgold 8/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 2, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 25/17 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst/6 varin skot, Giordan Watson 9/6 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/7 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti