Besti tennismaður heims um þessar mundir, Serbinn Novak Djokovic, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt er hann fékk hlutverk í stærstu mynd næsta árs, The Expendables II.
Eins og allir ættu að vita verða allir mestu harðjaxlar hvíta tjaldsins í myndinni en fremstur meðal jafningja er kóngurinn Sylvester Stallone sem er maðurinn á bak við myndina.
Myndin er að mestu tekin upp í Búlgaríu og sást til Djokovic á staðnum á dögunum að taka upp atriðið sem hann tekur þátt í.
Ekki er vitað hvaða hlutverk Djokovic hefur í myndinni en miðað við mennina sem leika í myndinni má leiða að því líkum að Djoko fái einn á lúðurinn.
