Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 Benedikt Bóas Hinriksson á Seltjarnarnesi skrifar 15. desember 2011 18:45 Ólafur Gústafsson. Mynd/Stefán FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira