Meðfylgjandi myndir voru teknar á rauða dreglinum í afmæli Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Gyðju Collection síðustu helgi.
Það má segja að ég sé bara hálf hrærð og á bleiku skýi eftir þrítugs afmælisveisluna sem heppnaðist vonum framar. Hún bar nafnið Reif í skóinn og var haldin á Norðurpólnum sem er mjög töff leikhús út á Seltjarnarnesi. Mig langaði að halda reifið í hráu umhverfi í svolítið underground stemningu eins og reifin gerast best í verksmiðjuhverfunum í Þýskalandi og það tókst svo sannarlega í þessu flotta leikhúsumhverfi sem Norðupóllinn býður upp á og þarna var reifað langt fram á morgun, segir Sigrún Lilja.
Úlfur Úlfur, Galaxies, Haffi Haff og dansflokkurinn Rebel, The Charlies og Geir Ólafs sáu ásamt fleirum til þess að engum leiddist.
