Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.
Sigurður Ragnar valdi 40 manna hóp en það eru margir nýliðar á þessum lista og margar stelpur sem hafa verið að standa sig frábærlega með yngri landsliðunum.
Fundurinn fer fram 29. desember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og er fundarefnið framtíðarmarkmið liðsins og dagskrá næsta árs. Það segir líka í tilkynningu frá KSÍ að hópurinn muni breytast ef ástæða er til.
Þessar eru boðaðar á fundinn.
Markmenn:
Birna Kristjánsdóttir Breiðablik
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården
Sandra Sigurðardóttir Stjarnan
Þóra Björg Helgadóttir Ldb Malmö
Varnarmenn:
Anna María Baldursdóttir Stjarnan
Elísa Viðarsdóttir ÍBV
Glódís Perla Viggósdóttir SIK Horsens
Hallbera Guðný Gísladóttir Valur
Írunn Þorbjörg Aradóttir Stjarnan
Katrín Jónsdóttir Djurgården
Málfríður E. Sigurðardóttir Valur
Mist Edvardsdóttir Valur
Ólína G. Viðarsdóttir KIF Örebro DFF
Sif Atladóttir Kristianstads DFF
Thelma Björk Einarsdóttir Valur
Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir Valur
Dóra María Lárusdóttir Djurgården
Edda Garðarsdóttir KIF Örebro DFF
Elínborg Ingvarsdóttir ÍBV
Guðný Björk Óðinsdóttir Kristianstads DFF
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjarnan
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan
Katrín Gylfadóttir Valur
Katrín Ómarsdóttir Orange County W.
Laufey Ólafsdóttir Valur
Rakel Logadóttir Valur
Sara Björk Gunnarsdóttir Ldb Malmö
Þórunn Helga Jónsdóttir Vitoria de Santao
Sóknarmenn
Anna Björg Björnsdóttir Fylkir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ÍBV
Elín Metta Jensen Valur
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik
Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðablik
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss
Hólmfríður Magnúsdóttir Valur
Katrín Ásbjörnsdóttir Þór
Kristín Ýr Bjarnadóttir Valur
Margrét Lára Viðarsdóttir Turbine Potsdam
Rakel Hönnudóttir Breiðablik
Sigrún Ella Einarsdóttir FH
Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn