Real Madrid komst í kvöld örugglega áfram í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar með 5-1 sigri á neðrideildarliðinu Ponferradina og samanlagt 7-1.
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, gat leyft sér að gefa leikmönnum tækifæri í kvöld sem lítið hafa fengið að spila að undanförnu, til að mynda Nuri Sahin og Hamit Altintop.
Sahin var á meðal markaskorara Real í leiknum en hin mörk liðsins skoruðu þeir Jose Callejon, Raphael Varane og Joselu.
Espanyol, Sporting Gijon og Sevilla komust einnig öll áfram í 16-liða úrslitin í kvöld en tíu leikir fara fram í 32-liða úrslitunum annað kvöld.
