Formaður Vals svarar fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2011 12:40 Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður" Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður"
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05
Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41
Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45
Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15