Hamilton og Button bjartsýnir og ástríðufullir á nýjum bíl 4. febrúar 2011 13:24 Lewis Hamilton á Jenson Button við nýja McLaren bílinn. Mynd: Getty Images/Joern Polex McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira