Hækkandi olíuverð er þróun sem bítur í skottið á sér 19. janúar 2011 00:01 Síðdegisumferð Eldsneytisverð hefur hækkað jafnt og þétt síðustu ár. Spár gera ráð fyrir enn frekari hækkunum. Í Bandaríkjunum, þar sem bensín er helmingi ódýrara en hér, eru uppi vangaveltur um neikvæð áhrif á hagvöxt, meðal annars vegna þess að fólk keyri minna í slíkri eldsneytisdýrtíð. Hér á landi skýrist væntanlega í sumar hvort eldsneytisverðið á eftir að draga úr ferðalögum innanlands. Fréttablaðið/GVA Verð á bensíni og dísilolíu hefur náð hæðum sem hér hafa ekki sést áður. Skammt er síðan verð á þjónustustöðvum náði 220 króna markinu og hafði verðið þá aldrei verið hærra. Forsvarsmenn olíufélaga gera ekki ráð fyrir að verðið gangi niður þegar fram í sækir, nái jafnvel 250 krónum áður en árið er úti. Þróunin er í takt við kenningar um að yfirvofandi þrot olíuauðlindarinnar kalli á síhækkandi verð. Þessi trú endurspeglast svo jafnframt í aukinni áherslu á þróun annarra orkugjafa í samgöngum. Á meginlandi Evrópu búa fyrirtæki í olíuframleiðslu sig raunar undir orkuskipti með því að loka eða breyta olíuhreinsistöðvum. Í fyrrasumar voru í það minnsta tólf slíkar hreinsistöðvar til sölu í Evrópu eftir að ConocoPhillips, eitt af stærstu olíufyrirtækjum Bandaríkjanna, og Murphy Oil Corp. upplýstu um þá fyrirætlan sína að selja hreinistöðvar í Evrópu eða breyta þeim í birgðastöðvar til að bregðast við samdrætti í hagnaði og minnkandi eftirspurn eftir bensíni. Segja hækkun hamla vextiSigurður FriðleifssonÍ byrjun þessa mánaðar önduðu sumir Skotar léttar þegar upplýst var um samstarf Ineos, sem rekur olíuhreinsistöðina í Grangemouth í Skotlandi, og PetroChina, stærsta framleiðanda olíu og gass í Kína. Í frétt The Scotsman frá ellefta þessa mánaðar segir að með samkomulaginu hafi tvö þúsund störfum í skoskum oliuiðnaði verið bjargað. Í Bandaríkjunum hafa menn einnig áhyggjur af því að hækkandi eldsneytisverð hafi letjandi áhrif á hagvöxt, á tímum þegar aukins hagvaxtar sé sárlega þörf. Þar er þó verið að tala um allt aðrar tölur en hér sjást í bensín- og olíuverði. Upplýsingastofa Bandaríkjanna um orkumál (U.S. Energy Information Administration) sendi í byrjun ársins frá sér spá um olíuverð þar sem ráð var fyrir því gert að meðalverð á tunnu verði í ár 93 Bandaríkjadalir, eða 14 dölum yfir meðalverði nýliðins árs. Neytendur voru því varaðir við því að verð á bensíni vestra kynni fyrir sumarið að verða hærra en 3,50 Bandaríkjadalir á gallonið og kynni jafnvel að fara yfir fjóra dali. Gróflega áætlað hafa Bandaríkjamenn því af því áhyggjur að verð á bensínlítra fari í 107,60 krónur og mögulega í 123,90. Sérrit um bíla greindu frá því að hærra eldsneytisverð væri talið hafa letjandi áhrif á akstur og þar með drægi um leið úr allri þjónustu við bíla, dekkjaverkstæði hefðu minna að gera og þar fram eftir götunum. Um leið hefði hærra bensínverð hamlandi áhrif á fjölgun starfa sem sárlega væri þörf á vestra. Því væri ef til vill ekki úr vegi að velta upp þeirri spurningu hvort málum sé ekki eins háttað hér, þar sem barist er við atvinnuleysi í gjaldeyris- og fjármálakreppu. OPEC ræður ferðinnitil SÝNIs Sportútgáfa af sparneytnum smábíl Smart er til sýnis á Bandarísku alþjóðabílasýningunni 15. til 23. þessa mánaðar í Detroit í Bandaríkjunum. Hækkandi bensínverð ýtir undir þróun sparneytnari ökutækja. Nordicphotos/AFPSigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir hins vegar ekki alveg einfalt að meta áhrif hækkandi eldsneytisverðs, því í raun sé innbyggð bremsa á hækkunarferlið. „Olían er alls staðar,“ segir hann og bendir á hlutverk hennar í allri framleiðslu, svona fyrir utan samgöngur og vöruflutninga. „Þetta bítur alltaf í skottið á sér. Í verðinu er sjálfbremsun. Ef það verður dálítið hátt þá hefur það letjandi áhrif á hagvöxt, sem hefur þau áhrif að eftirspurn minnkar, sem aftur dregur úr eftirspurn eftir olíu, sem hefur þá þau áhrif að dregur úr verðhækkun á olíu.“ Hin hliðin á olíuverðinu segir Sigurður svo að sé framleiðsla olíunnar. „Það veit enginn hversu mikið er eftir af olíu í heiminum. Menn vita hins vegar að stöðugt fækkar stöðunum þar sem hana er að finna. Það átta sig ekki margir á því að öll þessi vestrænu ríki, svo sem Noregur og Bandaríkin, eru löngu komin fram yfir þetta mark hámarksframleiðslu,“ segir hann en bendir um leið á að þótt stöðugt hafi dregið úr olíuframleiðslu hjá frændum okkar Norðmönnum hafi hagnaðurinn aukist vegna hækkana á olíuverði. „Þetta er því að færast dálítið í svörtu bókina, Mi-Austurlönd, þar sem menn vita ekki hversu mikið er eftir. En auðvitað er heilmikið eftir af henni.“ Á endanum segir Sigurður svo að til þess komi að minnkandi framleiðsla hafi áhrif til hækkunar verðs. Þau áhrif eru ekki komin nema að hluta inn í verð olíunnar núna, vegna þess að mun dýrara er að sækja olíuna á ný svæði. „Þetta er ekki eins og margir halda að menn rambi fyrir einhverja heppni á nýja olíulind. Menn vita af svæðum, en hingað til hefur verð olíunnar ekki verið nógu hátt til að réttlæta leit og vinnslu.“ Þau mörk segir Sigurður að séu nálægt 50 dala verðmarki á hverja tunnu. Spákaupmennskan skemmirdælan Spár gera ráð fyrir að tunnuverð hráolíu hækki um 12 prósent í ár. Fréttablaðið/AP„Svo er fleira í þessu. Í olíuhreinsun er flöskuháls og menn hafa verið hikandi við að fjárfesta í henni,“ segir hann og vísar til þess að ekki hafi risið olíuhreinsistöð í Bandaríkjunum í fjölda ára og þróunin í Evrópu sé frekar í þá átt að loka stöðvum. „Frá markaðnum hafa komið mörg viðvörunarorð um að það þurfi að fara að fjárfesta í olíuiðnaðinum, flutningi, hreinsun og slíku. Annars stefni í óefni,“ segir hann. Að auki segir Sigurður að skekki myndina að langstærsti hluti olíuframleiðslunnar eigi sér stað innan vébanda OPEC og fylgi því ekki hreinum markaðslögmálum. „Þar er bara haldinn fundur og stefnan ákveðin. Í Sádi-Arabíu, þar sem er stærsti olíupollurinn, hafa verið gefnar ýmsar yfirlýsingar. Þar finnst mönnum 85 dalir á tunnuna til dæmis bara vera mjög fínt verð. Þá horfa menn einmitt til þess að hagvöxtur í heiminum hökti ekki of mikið þannig að breyting verði ekki á eftirspurn, en gróði verði nægur fyrir þá um leið.“ Sigurður segir ekki alla átta sig á hversu stórt hlutverk olía leikur í heimshagkerfinu. „Hún er í slagæðum og háræðum alls kerfisins,“ segir hann og kveður stöðu Íslands um margt einstaka og öfundsverða, að vera að tveimur þriðju hlutum búið að henda olíunni út. „Í raun eigum við bara samgöngurnar.“ Áhrif hækkandi olíuverðs segir Sigurður hins vegar að sjá víða, ekki bara í leit að nýjum orkugjöfum, heldur hafi bætt tækni leitt til þess að bílar séu mun sparneytnari en áður. „Fyrir 30-40 árum eyddi meðalfólksbíll kannski 20 lítrum á hundraðið, en núna eru margir fjölskyldubílar á markaði sem eru komnir niður í fimm. Áhrifin af háu verði eru því minni þar sem við eyðum mun minna.“ Fyrir fyrstu olíukreppu í byrjun áttunda áratugarins segir Sigurður ekkert hafa verið pælt í orkunýtninni, en þá hafi verið farið að huga að því að koma tvöföldu gleri í hús og þar fram eftir götunum. „En einhvers staðar komumst við ekki lengra í bættri nýtingu.“ Sigurður segir þróun og áhrif olíuverðs því mjög flókið dæmi þar sem ótal hlutir spili inn í. „Og svo eyðileggur spákaupmennskan náttúrlega allar framtíðarpælingar,“ segir hann, en telur um leið mjög skiljanlegt að olía sé álitin vænlegur fjárfestingarkostur. „Olía er örugg söluvara og menn geta verið vissir um að losna við hana aftur. Hún er því vænlegur kostur ef menn þurfa að geyma einhverja milljarða.“ Í umfjöllun Wall Street Journal í gær kemur fram að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, búist við meiri eftirspurn eftir olíu í ár en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Aukin eftirspurn skýrist af bata í heimshagkerfinu eftir fjármálakreppuna. Aukin eftirspurn eykur um leið þrýsting á OPEC að bæta við framleiðsluna, en þar hafa samtökin dregið lappirnar þrátt fyrir að verð olíutunnu hafi nýverið farið upp undir 100 dali. Núna er verðið nálægt 91 dal tunnan. OPEC hefur hins vegar viljað skrifa undanfarna hækkun olíuverðs á áhrif spákaupmennsku með olíu. Enn ríkir því töluverð óvissa um hver þróunin verður í raun. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á bensíni og dísilolíu hefur náð hæðum sem hér hafa ekki sést áður. Skammt er síðan verð á þjónustustöðvum náði 220 króna markinu og hafði verðið þá aldrei verið hærra. Forsvarsmenn olíufélaga gera ekki ráð fyrir að verðið gangi niður þegar fram í sækir, nái jafnvel 250 krónum áður en árið er úti. Þróunin er í takt við kenningar um að yfirvofandi þrot olíuauðlindarinnar kalli á síhækkandi verð. Þessi trú endurspeglast svo jafnframt í aukinni áherslu á þróun annarra orkugjafa í samgöngum. Á meginlandi Evrópu búa fyrirtæki í olíuframleiðslu sig raunar undir orkuskipti með því að loka eða breyta olíuhreinsistöðvum. Í fyrrasumar voru í það minnsta tólf slíkar hreinsistöðvar til sölu í Evrópu eftir að ConocoPhillips, eitt af stærstu olíufyrirtækjum Bandaríkjanna, og Murphy Oil Corp. upplýstu um þá fyrirætlan sína að selja hreinistöðvar í Evrópu eða breyta þeim í birgðastöðvar til að bregðast við samdrætti í hagnaði og minnkandi eftirspurn eftir bensíni. Segja hækkun hamla vextiSigurður FriðleifssonÍ byrjun þessa mánaðar önduðu sumir Skotar léttar þegar upplýst var um samstarf Ineos, sem rekur olíuhreinsistöðina í Grangemouth í Skotlandi, og PetroChina, stærsta framleiðanda olíu og gass í Kína. Í frétt The Scotsman frá ellefta þessa mánaðar segir að með samkomulaginu hafi tvö þúsund störfum í skoskum oliuiðnaði verið bjargað. Í Bandaríkjunum hafa menn einnig áhyggjur af því að hækkandi eldsneytisverð hafi letjandi áhrif á hagvöxt, á tímum þegar aukins hagvaxtar sé sárlega þörf. Þar er þó verið að tala um allt aðrar tölur en hér sjást í bensín- og olíuverði. Upplýsingastofa Bandaríkjanna um orkumál (U.S. Energy Information Administration) sendi í byrjun ársins frá sér spá um olíuverð þar sem ráð var fyrir því gert að meðalverð á tunnu verði í ár 93 Bandaríkjadalir, eða 14 dölum yfir meðalverði nýliðins árs. Neytendur voru því varaðir við því að verð á bensíni vestra kynni fyrir sumarið að verða hærra en 3,50 Bandaríkjadalir á gallonið og kynni jafnvel að fara yfir fjóra dali. Gróflega áætlað hafa Bandaríkjamenn því af því áhyggjur að verð á bensínlítra fari í 107,60 krónur og mögulega í 123,90. Sérrit um bíla greindu frá því að hærra eldsneytisverð væri talið hafa letjandi áhrif á akstur og þar með drægi um leið úr allri þjónustu við bíla, dekkjaverkstæði hefðu minna að gera og þar fram eftir götunum. Um leið hefði hærra bensínverð hamlandi áhrif á fjölgun starfa sem sárlega væri þörf á vestra. Því væri ef til vill ekki úr vegi að velta upp þeirri spurningu hvort málum sé ekki eins háttað hér, þar sem barist er við atvinnuleysi í gjaldeyris- og fjármálakreppu. OPEC ræður ferðinnitil SÝNIs Sportútgáfa af sparneytnum smábíl Smart er til sýnis á Bandarísku alþjóðabílasýningunni 15. til 23. þessa mánaðar í Detroit í Bandaríkjunum. Hækkandi bensínverð ýtir undir þróun sparneytnari ökutækja. Nordicphotos/AFPSigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir hins vegar ekki alveg einfalt að meta áhrif hækkandi eldsneytisverðs, því í raun sé innbyggð bremsa á hækkunarferlið. „Olían er alls staðar,“ segir hann og bendir á hlutverk hennar í allri framleiðslu, svona fyrir utan samgöngur og vöruflutninga. „Þetta bítur alltaf í skottið á sér. Í verðinu er sjálfbremsun. Ef það verður dálítið hátt þá hefur það letjandi áhrif á hagvöxt, sem hefur þau áhrif að eftirspurn minnkar, sem aftur dregur úr eftirspurn eftir olíu, sem hefur þá þau áhrif að dregur úr verðhækkun á olíu.“ Hin hliðin á olíuverðinu segir Sigurður svo að sé framleiðsla olíunnar. „Það veit enginn hversu mikið er eftir af olíu í heiminum. Menn vita hins vegar að stöðugt fækkar stöðunum þar sem hana er að finna. Það átta sig ekki margir á því að öll þessi vestrænu ríki, svo sem Noregur og Bandaríkin, eru löngu komin fram yfir þetta mark hámarksframleiðslu,“ segir hann en bendir um leið á að þótt stöðugt hafi dregið úr olíuframleiðslu hjá frændum okkar Norðmönnum hafi hagnaðurinn aukist vegna hækkana á olíuverði. „Þetta er því að færast dálítið í svörtu bókina, Mi-Austurlönd, þar sem menn vita ekki hversu mikið er eftir. En auðvitað er heilmikið eftir af henni.“ Á endanum segir Sigurður svo að til þess komi að minnkandi framleiðsla hafi áhrif til hækkunar verðs. Þau áhrif eru ekki komin nema að hluta inn í verð olíunnar núna, vegna þess að mun dýrara er að sækja olíuna á ný svæði. „Þetta er ekki eins og margir halda að menn rambi fyrir einhverja heppni á nýja olíulind. Menn vita af svæðum, en hingað til hefur verð olíunnar ekki verið nógu hátt til að réttlæta leit og vinnslu.“ Þau mörk segir Sigurður að séu nálægt 50 dala verðmarki á hverja tunnu. Spákaupmennskan skemmirdælan Spár gera ráð fyrir að tunnuverð hráolíu hækki um 12 prósent í ár. Fréttablaðið/AP„Svo er fleira í þessu. Í olíuhreinsun er flöskuháls og menn hafa verið hikandi við að fjárfesta í henni,“ segir hann og vísar til þess að ekki hafi risið olíuhreinsistöð í Bandaríkjunum í fjölda ára og þróunin í Evrópu sé frekar í þá átt að loka stöðvum. „Frá markaðnum hafa komið mörg viðvörunarorð um að það þurfi að fara að fjárfesta í olíuiðnaðinum, flutningi, hreinsun og slíku. Annars stefni í óefni,“ segir hann. Að auki segir Sigurður að skekki myndina að langstærsti hluti olíuframleiðslunnar eigi sér stað innan vébanda OPEC og fylgi því ekki hreinum markaðslögmálum. „Þar er bara haldinn fundur og stefnan ákveðin. Í Sádi-Arabíu, þar sem er stærsti olíupollurinn, hafa verið gefnar ýmsar yfirlýsingar. Þar finnst mönnum 85 dalir á tunnuna til dæmis bara vera mjög fínt verð. Þá horfa menn einmitt til þess að hagvöxtur í heiminum hökti ekki of mikið þannig að breyting verði ekki á eftirspurn, en gróði verði nægur fyrir þá um leið.“ Sigurður segir ekki alla átta sig á hversu stórt hlutverk olía leikur í heimshagkerfinu. „Hún er í slagæðum og háræðum alls kerfisins,“ segir hann og kveður stöðu Íslands um margt einstaka og öfundsverða, að vera að tveimur þriðju hlutum búið að henda olíunni út. „Í raun eigum við bara samgöngurnar.“ Áhrif hækkandi olíuverðs segir Sigurður hins vegar að sjá víða, ekki bara í leit að nýjum orkugjöfum, heldur hafi bætt tækni leitt til þess að bílar séu mun sparneytnari en áður. „Fyrir 30-40 árum eyddi meðalfólksbíll kannski 20 lítrum á hundraðið, en núna eru margir fjölskyldubílar á markaði sem eru komnir niður í fimm. Áhrifin af háu verði eru því minni þar sem við eyðum mun minna.“ Fyrir fyrstu olíukreppu í byrjun áttunda áratugarins segir Sigurður ekkert hafa verið pælt í orkunýtninni, en þá hafi verið farið að huga að því að koma tvöföldu gleri í hús og þar fram eftir götunum. „En einhvers staðar komumst við ekki lengra í bættri nýtingu.“ Sigurður segir þróun og áhrif olíuverðs því mjög flókið dæmi þar sem ótal hlutir spili inn í. „Og svo eyðileggur spákaupmennskan náttúrlega allar framtíðarpælingar,“ segir hann, en telur um leið mjög skiljanlegt að olía sé álitin vænlegur fjárfestingarkostur. „Olía er örugg söluvara og menn geta verið vissir um að losna við hana aftur. Hún er því vænlegur kostur ef menn þurfa að geyma einhverja milljarða.“ Í umfjöllun Wall Street Journal í gær kemur fram að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, búist við meiri eftirspurn eftir olíu í ár en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Aukin eftirspurn skýrist af bata í heimshagkerfinu eftir fjármálakreppuna. Aukin eftirspurn eykur um leið þrýsting á OPEC að bæta við framleiðsluna, en þar hafa samtökin dregið lappirnar þrátt fyrir að verð olíutunnu hafi nýverið farið upp undir 100 dali. Núna er verðið nálægt 91 dal tunnan. OPEC hefur hins vegar viljað skrifa undanfarna hækkun olíuverðs á áhrif spákaupmennsku með olíu. Enn ríkir því töluverð óvissa um hver þróunin verður í raun.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira