Portman mátti ekki fljúga til Bretlands 15. febrúar 2011 08:00 Firth var kjörinn besti leikarinn á Bafta-hátíðinni annað árið í röð. Nordicphotos/Getty King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb Golden Globes Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb
Golden Globes Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira