Ísland hóf í gær leik á Evrópumóti landsliða í badminton en keppnin fer fram í Hollandi.
Landsliðið tapaði fyrir heimamönnum í gær, 4-1, en Ragna Ingólfsdóttir vann í viðureign inni í einliðaleik gegn Josephine Wentholt, 21-11 og 21-17.
Atli Jóhannesson tapaði sinni viðureign í einliðaleik karla en Ísland tapaði einnig í tvíliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik.
Ísland mætir Sviss í dag og svo Litháen á morgun.
Ísland tapaði fyrir Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
