Andres Iniesta: Árið 2011 verður erfitt fyrir okkur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 07:00 Andres Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta. Spænski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta.
Spænski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira