Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 09:36 Heimir Hallgrímsson verður áfram í starfi hjá Írlandi, að minnsta kosti næstu tvo mánuði. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira