Valur vann öruggan 4-1 sigur á Leikni í Reykjavíkurmóti karla í gærkvöldi í fyrsta mótsleik sínum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. Keppni í B-riðli hófst með tveimur leikjum í gær.
Halldór Kristinn Halldórsson, fyrrverandi fyrirliði Leiknis, lék þarna sinn fyrsta leik með Val á móti sínum gömlu félögum og það einmitt hann sem kom Valsmönnum yfir í leiknum á 17. mínútu.
Guðjón Pétur Lýðsson (víti), Matthías Guðmundsson og Þórir Guðjónsson bættu síðan við mörkum fyrir hálfleik og staðan var því 4-0 í hálfleik. Kristján Páll Jónsson minnkaði muninn í blálokin en Leiknismenn voru manni færri frá 19. mínútu leiksins.
Fram vann 4-2 sigur á Þrótti í hinum leik kvöldsins í Reykjavíkurmótinu. Arnar Gunnlaugsson og Daði Guðmundsson komu Fram tvisvar yfir en Oddur Björnsson jafnaði í tvígang. Almarr Ormarsson og Guðmundur Magnússon tryggðu síðan Framliðinu sigur.

