Valur vann öruggan 4-1 sigur á Leikni í Reykjavíkurmóti karla í gærkvöldi í fyrsta mótsleik sínum undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. Keppni í B-riðli hófst með tveimur leikjum í gær.
Halldór Kristinn Halldórsson, fyrrverandi fyrirliði Leiknis, lék þarna sinn fyrsta leik með Val á móti sínum gömlu félögum og það einmitt hann sem kom Valsmönnum yfir í leiknum á 17. mínútu.
Guðjón Pétur Lýðsson (víti), Matthías Guðmundsson og Þórir Guðjónsson bættu síðan við mörkum fyrir hálfleik og staðan var því 4-0 í hálfleik. Kristján Páll Jónsson minnkaði muninn í blálokin en Leiknismenn voru manni færri frá 19. mínútu leiksins.
Fram vann 4-2 sigur á Þrótti í hinum leik kvöldsins í Reykjavíkurmótinu. Arnar Gunnlaugsson og Daði Guðmundsson komu Fram tvisvar yfir en Oddur Björnsson jafnaði í tvígang. Almarr Ormarsson og Guðmundur Magnússon tryggðu síðan Framliðinu sigur.
Valsmenn byrja vel undir stjórn Kristjáns
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn