Fótbolti

Margir þýskir fótboltamenn búa við óvissa framtíð í fjármálum

Arnar Björnsson skrifar
Julian Draxler fagnar sigurmarki sínu.
Julian Draxler fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Einn af hverjum fimm knattspyrnumönnum í Þýskalandi búa við óvissa framtíð í fjármálum eftir að knattspyrnuferli þeirra lýkur. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri sambands þýskra atvinnumanna í fótbolta.

Málið er eldfimt í Þýskalandi eftir að knattspyrnustjóri Schalke, Felix Magath, ráðlagði 17 ára pilti Julian Draxler að hætta í skóla og einbeita sér að fótboltanum.

Draxler skoraði sigurmark Schalke þegar liðið lagði Nurnberg að velli í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði. Draxler er yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×