Ókeypis hraðbrautir fyrir alla Pawel Bartoszek skrifar 14. janúar 2011 06:00 Það kemur ekki mikið á óvart að markaðshatarinn Ögmundur Jónasson ætli sér að nota tækifærið í tengslum við undirskriftarsöfnun FÍB til að blása af hugmyndir um vegagerð á markaðsforsendum, þar sem þeir greiða fyrir vegina sem nota þá, en ekki einhverjir aðrir. Um leið hefur Ögmundur afsökun til að byggja 2+1 vegi í stað 2+2, sem í sjálfu er ágætt, en hins vegar ætti stjórnmálamaður ekki að þurfa slíkar krókaleiðir til að hætta við framkvæmdir sem flestir umferðarfræðingar telja ofvaxnar hvort eð er. Sú barátta sem sérhagsmunasamtökin FÍB fóru út í var ein sú auðveldasta sem menn geta hugsað sér. Krafan var að nokkuð sem hingað til hefur verið gjaldfrjálst verði það áfram. Alltaf þegar slíkt er gert er talað um að verið sé að "refsa" notendunum. Ég borga fyrir mat. Ég lít ekki á það sem refsingu. Nú munu einhverjir eflaust benda á að vegnotendur greiði þegar fyrir vegina með alls kyns sköttum og gjöldum. Þetta er oftast orðað með þeim hætti að bílnotendur séu "gríðarlega skattpíndir". Það er rétt að stór hluti í kaupverði bíla og bensíns rennur til hins opinbera en vegakerfið kostar auðvitað sitt líka. Samkvæmt Hagstofunni námu heildarútgjöld hins opinbera til vegamála 39 milljörðum króna á seinasta ári. Þetta er svipað og rekstur barnaskólastigsins. Sértækir skattar á bíla og bensín námu 25 milljörðum. Tekjur og útgjöld hins opinbera af umferðinni Fyrir hrun greiddu bílnotendur að jafnaði aðeins meira í sameiginlega sjóði en það sem þeir fengu til baka. Nú hefur sala nýrra bíla hrunið en margar þær framkvæmdir sem eiga að "snúa hjólum í gang" eru einmitt vegaframkvæmdir. Fyrir vikið eyða menn langt umfram tekjur til vegamála, bæta við akreinum og mislægum gatnamótum á sama tíma og umferð dregst saman. Voða rökrétt. Spurningin er því hvernig við eigum að loka gatinu. Sérhagsmunaaðilar, eins og FÍB, krefjast auðvitað krefjast að því verði lokað með almennu skattfé. Sú aðferð jafngildir því að peningar séu færðir frá þeim sem keyra lítið til þeirra sem keyra mikið. Það er vond hugmynd, hún er hvorki sanngjörn, réttlætanleg á sparnaðartímum, né umhverfisvæn. Öllu skárri leið er að leggja kostnaðinn á bensínið, þá borga þeir mest sem keyra mest. Besta leiðin til að byggja upp vegakerfið er að gera það á markaðsforsendum, að þeir borgi fyrir uppbyggingu og notkun veganna sem á þeim aki. Málið er einfalt. Ef ekki á að borga fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar með veggjöldum þá þarf annað hvort að borga fyrir hana með hærri tekjuskatti á alla eða hærri bensínskatti. Það er ekki bæði hægt að borða kökuna, eiga hana, og láta einhvern annan borga fyrir hana. Það er dálítið sorglegt hvernig þeir sem mest mundu græða á ákveðnu fyrirkomulagi berjast gegn því. Ef sú venja mundi festast í sessi að rukkað yrði fyrir notkun umferðarmannvirkja myndi það uppbyggingu á markaðforsendum og þá mundu menn frekar byggja upp þar sem það borgaði sig og umferð væri mikil, þ.e.a.s. á suðvesturhorninu, frekar en þar sem pólitíski þrýstingurinn væri mestur. Ætli margar hraðbrautir úti á landi gætu borið sig með veggjöldum?Óbreytt ástand í þessum málum þýðir að stjórnmálamenn fá áfram að byggja upp vegi og klippa á borða þar sem þeim sýnist. En auðvitað er ekki annað hægt en að dáðst af mætti hagsmunasamtakanna í þessu máli. Niðurstaðan verður að öllum líkindum semsagt sú burðargeta vega út frá Reykjavík verður aukin um 50% án þess að það kosti vegnotendur neitt, og þetta hljómar skyndilega eins og rosaleg málamiðlum. Ég er líka með málamiðlun. Byggjum 2+1 veg og rukkum, en helmingi minna en við hefðu gert fyrir 2+2. Í mánaðarlok taka gildi einhverjar mestu skerðingar á þjónustu strætó í manna minnum. Strætó hættir að ganga skömmu eftir seinni fréttir og gjaldskráin hækkar um 20%. Mikið held ég að strætófarþegar myndu þiggja sömu "málamiðlun" og notendur Suðurlandsvegar, þ.e.a.s. að þjónustan yrði aukin um 50% án þess að til nokkurra gjaldskrárhækkana kæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Það kemur ekki mikið á óvart að markaðshatarinn Ögmundur Jónasson ætli sér að nota tækifærið í tengslum við undirskriftarsöfnun FÍB til að blása af hugmyndir um vegagerð á markaðsforsendum, þar sem þeir greiða fyrir vegina sem nota þá, en ekki einhverjir aðrir. Um leið hefur Ögmundur afsökun til að byggja 2+1 vegi í stað 2+2, sem í sjálfu er ágætt, en hins vegar ætti stjórnmálamaður ekki að þurfa slíkar krókaleiðir til að hætta við framkvæmdir sem flestir umferðarfræðingar telja ofvaxnar hvort eð er. Sú barátta sem sérhagsmunasamtökin FÍB fóru út í var ein sú auðveldasta sem menn geta hugsað sér. Krafan var að nokkuð sem hingað til hefur verið gjaldfrjálst verði það áfram. Alltaf þegar slíkt er gert er talað um að verið sé að "refsa" notendunum. Ég borga fyrir mat. Ég lít ekki á það sem refsingu. Nú munu einhverjir eflaust benda á að vegnotendur greiði þegar fyrir vegina með alls kyns sköttum og gjöldum. Þetta er oftast orðað með þeim hætti að bílnotendur séu "gríðarlega skattpíndir". Það er rétt að stór hluti í kaupverði bíla og bensíns rennur til hins opinbera en vegakerfið kostar auðvitað sitt líka. Samkvæmt Hagstofunni námu heildarútgjöld hins opinbera til vegamála 39 milljörðum króna á seinasta ári. Þetta er svipað og rekstur barnaskólastigsins. Sértækir skattar á bíla og bensín námu 25 milljörðum. Tekjur og útgjöld hins opinbera af umferðinni Fyrir hrun greiddu bílnotendur að jafnaði aðeins meira í sameiginlega sjóði en það sem þeir fengu til baka. Nú hefur sala nýrra bíla hrunið en margar þær framkvæmdir sem eiga að "snúa hjólum í gang" eru einmitt vegaframkvæmdir. Fyrir vikið eyða menn langt umfram tekjur til vegamála, bæta við akreinum og mislægum gatnamótum á sama tíma og umferð dregst saman. Voða rökrétt. Spurningin er því hvernig við eigum að loka gatinu. Sérhagsmunaaðilar, eins og FÍB, krefjast auðvitað krefjast að því verði lokað með almennu skattfé. Sú aðferð jafngildir því að peningar séu færðir frá þeim sem keyra lítið til þeirra sem keyra mikið. Það er vond hugmynd, hún er hvorki sanngjörn, réttlætanleg á sparnaðartímum, né umhverfisvæn. Öllu skárri leið er að leggja kostnaðinn á bensínið, þá borga þeir mest sem keyra mest. Besta leiðin til að byggja upp vegakerfið er að gera það á markaðsforsendum, að þeir borgi fyrir uppbyggingu og notkun veganna sem á þeim aki. Málið er einfalt. Ef ekki á að borga fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar með veggjöldum þá þarf annað hvort að borga fyrir hana með hærri tekjuskatti á alla eða hærri bensínskatti. Það er ekki bæði hægt að borða kökuna, eiga hana, og láta einhvern annan borga fyrir hana. Það er dálítið sorglegt hvernig þeir sem mest mundu græða á ákveðnu fyrirkomulagi berjast gegn því. Ef sú venja mundi festast í sessi að rukkað yrði fyrir notkun umferðarmannvirkja myndi það uppbyggingu á markaðforsendum og þá mundu menn frekar byggja upp þar sem það borgaði sig og umferð væri mikil, þ.e.a.s. á suðvesturhorninu, frekar en þar sem pólitíski þrýstingurinn væri mestur. Ætli margar hraðbrautir úti á landi gætu borið sig með veggjöldum?Óbreytt ástand í þessum málum þýðir að stjórnmálamenn fá áfram að byggja upp vegi og klippa á borða þar sem þeim sýnist. En auðvitað er ekki annað hægt en að dáðst af mætti hagsmunasamtakanna í þessu máli. Niðurstaðan verður að öllum líkindum semsagt sú burðargeta vega út frá Reykjavík verður aukin um 50% án þess að það kosti vegnotendur neitt, og þetta hljómar skyndilega eins og rosaleg málamiðlum. Ég er líka með málamiðlun. Byggjum 2+1 veg og rukkum, en helmingi minna en við hefðu gert fyrir 2+2. Í mánaðarlok taka gildi einhverjar mestu skerðingar á þjónustu strætó í manna minnum. Strætó hættir að ganga skömmu eftir seinni fréttir og gjaldskráin hækkar um 20%. Mikið held ég að strætófarþegar myndu þiggja sömu "málamiðlun" og notendur Suðurlandsvegar, þ.e.a.s. að þjónustan yrði aukin um 50% án þess að til nokkurra gjaldskrárhækkana kæmi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun