Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2011 18:15 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira