Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken 7. febrúar 2011 08:51 Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent