"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ 1. janúar 2011 12:55 Björk Guðmundsdóttir Mynd/Stefán Karlsson Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér. Björk Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér.
Björk Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira