Af náttúruvernd: Er varúð öfgafull? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun