Green Bay Packers vann Super Bowl í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2011 09:15 Aaron Rodgers. Mynd/AP Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim. Erlendar Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim.
Erlendar Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira