Þriðja flokks fólk? Paul Nikolov skrifar 7. febrúar 2011 09:46 Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun