Gamla tréð frá afa og ömmu 1. nóvember 2011 00:01 Halldóra með einu af barnabörnunum að skreyta gamla tréð en hún segir gaman að fá að búa til minningar barnabarnanna um jólin með afa og ömmu, eins og hún eigi sjálf. Fréttablaðið/Anton Halldóra Teitsdóttir ólst upp við að skreyta jólatré afa síns og ömmu. Tréð fékk hún seinna til eignar og nú dundar hún sér við að skreyta það ásamt barnabörnum sínum fyrir hver jól. „Jólatré ömmu og afa á sérstakan stað í jólaminningum mínum en ég fékk alltaf að skreyta það þegar ég var lítil. Heima var venjan að mamma skreytti sjálf jólatréð og stofuna, sem var svo opnuð á aðfangadagskvöld," rifjar Halldóra Teitsdóttir upp þegar hún er beðin um að rifja upp minningar frá jólunum. Hún fékk seinna gamla jólatré afa síns og ömmu til eignar og setti það þá upp á sínu heimili á jólum. Gamla jólatréð er frá miðri síðustu öld og er enn í fullri notkun í fjölskyldunni. „Tréð var skreytt með íslenska fánanum og hann á ég ennþá. Eins eru margar kúlurnar frá ömmu og afa. Ég föndraði líka litla jólapoka sem ég hengdi á tréð þegar ég var lítil en þeir hafa þó ekki varðveist. Á tréð var hengd kertasería sem ég á heldur ekki til lengur. Eins hef ég ekki fengið í mörg ár englahár sem tréð var alltaf skreytt með í gamla daga." Gamla tréð fer upp hver jól og nú er Halldóra sjálf orðin amma. Barnabörnin hennar skreyta það með henni og eignast þannig sjálf minningar í kringum jólatréð hjá ömmu og afa. „Mér finnst jólin snúast um minningar og hefðir sem maður býr sjálfur til. Það er gaman að eiga þátt í að búa til jólaminningar sem barnabörnin búa að seinna og deila með þeim minningum mínum um jólin með afa og ömmu." -rat Jól Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Halldóra Teitsdóttir ólst upp við að skreyta jólatré afa síns og ömmu. Tréð fékk hún seinna til eignar og nú dundar hún sér við að skreyta það ásamt barnabörnum sínum fyrir hver jól. „Jólatré ömmu og afa á sérstakan stað í jólaminningum mínum en ég fékk alltaf að skreyta það þegar ég var lítil. Heima var venjan að mamma skreytti sjálf jólatréð og stofuna, sem var svo opnuð á aðfangadagskvöld," rifjar Halldóra Teitsdóttir upp þegar hún er beðin um að rifja upp minningar frá jólunum. Hún fékk seinna gamla jólatré afa síns og ömmu til eignar og setti það þá upp á sínu heimili á jólum. Gamla jólatréð er frá miðri síðustu öld og er enn í fullri notkun í fjölskyldunni. „Tréð var skreytt með íslenska fánanum og hann á ég ennþá. Eins eru margar kúlurnar frá ömmu og afa. Ég föndraði líka litla jólapoka sem ég hengdi á tréð þegar ég var lítil en þeir hafa þó ekki varðveist. Á tréð var hengd kertasería sem ég á heldur ekki til lengur. Eins hef ég ekki fengið í mörg ár englahár sem tréð var alltaf skreytt með í gamla daga." Gamla tréð fer upp hver jól og nú er Halldóra sjálf orðin amma. Barnabörnin hennar skreyta það með henni og eignast þannig sjálf minningar í kringum jólatréð hjá ömmu og afa. „Mér finnst jólin snúast um minningar og hefðir sem maður býr sjálfur til. Það er gaman að eiga þátt í að búa til jólaminningar sem barnabörnin búa að seinna og deila með þeim minningum mínum um jólin með afa og ömmu." -rat
Jól Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól