Vill banna fóstureyðingar 23. febrúar 2011 07:00 Á móti fóstureyðingum Justin Bieber er á móti fóstureyðingum, jafnvel í þeim tilvikum þegar konan hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.NordicPHotos/Getty Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone. Lífið Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone.
Lífið Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira