Friðrika brákuð eftir bílslys 23. febrúar 2011 13:00 Sársaukafullt Rikka er með brákað bringubein, sem þýðir meðal annars að það er erfitt fyrir hana að hlæja vegna sársauka. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er alveg skelfilegt fyrir manneskju eins og mig sem er hlæjandi allan sólarhringinn,“ segir sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka. Hún getur ekki hlegið án þess að finna til því á fimmtudaginn var hún farþegi í bíl sem lenti í árekstri og þar brákaði hún bringubeinið. „Ég veit ekki hvort þetta kom eftir beltið eða hvað, því það gerðist allt svo hratt,“ segir Rikka, sem þakkar Guði fyrir að ekki fór verr. Brákað bringubein er kannski ekki alvarlegustu meiðslin og lætur ekki mikið yfir sér að utanverðu. Slík meiðsl geta hins vegar verið þeim mun sársaukafullari og erfið og þannig eru allar hreyfingar með öndunarfærunum ákaflega erfiðar. Rikka segist til að mynda hafa átt ákaflega erfitt á Eddunni á laugardagskvöldið. „Ég gat ekkert hlegið og það var virkilega erfitt, að geta ekki skellt rækilega upp úr með öllu þessu fyndna fólki í salinn. En svona er bara lífið.“ Rikka hefur að undanförnu stjórnað svokölluðum cupcakes-námskeiðum sem notið hafa mikilla vinsælda en vegna meiðslanna hefur hún þurft að aflýsa nokkrum námskeiðum. Rikka segist þó ekki kvíða verkefnaleysi, hún hafi nóg að gera heima fyrir. Almennt er talið að það taki sex til sjö vikur að jafna sig að fullu af brákuðu bringubeini en Rikka er hörð af sér. „Ég ætla mér að verða góð innan skamms.“- fgg Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
„Þetta er alveg skelfilegt fyrir manneskju eins og mig sem er hlæjandi allan sólarhringinn,“ segir sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka. Hún getur ekki hlegið án þess að finna til því á fimmtudaginn var hún farþegi í bíl sem lenti í árekstri og þar brákaði hún bringubeinið. „Ég veit ekki hvort þetta kom eftir beltið eða hvað, því það gerðist allt svo hratt,“ segir Rikka, sem þakkar Guði fyrir að ekki fór verr. Brákað bringubein er kannski ekki alvarlegustu meiðslin og lætur ekki mikið yfir sér að utanverðu. Slík meiðsl geta hins vegar verið þeim mun sársaukafullari og erfið og þannig eru allar hreyfingar með öndunarfærunum ákaflega erfiðar. Rikka segist til að mynda hafa átt ákaflega erfitt á Eddunni á laugardagskvöldið. „Ég gat ekkert hlegið og það var virkilega erfitt, að geta ekki skellt rækilega upp úr með öllu þessu fyndna fólki í salinn. En svona er bara lífið.“ Rikka hefur að undanförnu stjórnað svokölluðum cupcakes-námskeiðum sem notið hafa mikilla vinsælda en vegna meiðslanna hefur hún þurft að aflýsa nokkrum námskeiðum. Rikka segist þó ekki kvíða verkefnaleysi, hún hafi nóg að gera heima fyrir. Almennt er talið að það taki sex til sjö vikur að jafna sig að fullu af brákuðu bringubeini en Rikka er hörð af sér. „Ég ætla mér að verða góð innan skamms.“- fgg
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira