Gengur til liðs við Cintamani 25. febrúar 2011 20:00 Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/Anton Brink „Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira
„Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Sjá meira