Ný iPad-tölva handan við hornið 2. mars 2011 10:00 Búist er við tíðindum úr herbúðum Apple vestur í Bandaríkjunum í dag. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar. Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúlerað í því hvað hún muni bera og innhalda. Netmiðillinn MacRumors er eðli málsins samkvæmt meðal þeirra öflugustu í fréttaskrifum um væntanlegar tækninýjungar frá Apple. Þar sagði í vikubyrjun að vísbendingar væru um að tölvan, eða einhver eintök hennar, verði hvít að lit. Netmiðillinn Engadget bætir því við að búkurinn verði líklega tíu grömmum léttari og rétt örlítið þynnri en forverinn, minnið stærra, hraðvirkari A5-örgjörvi og hugsanlega myndavélar bæði að framan og aftan, sú að framan ætluð fyrir vefspjall. Myndavélarnar voru einmitt það sem notendur fyrstu iPad-tölvunnar fundu helst að henni. Bandaríska dagblaðið San Francisco Chronicle hnýtir við að forstjórinn, Steve Jobs, muni ekki kynna tölvuna þar sem hann sé í veikindaleyfi. Líklegasti staðgengill hans sé Phil Schiller, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Apple, en hann kynnti iPhone 3Gs til sögunnar fyrir tveimur árum þegar Jobs gat það ekki. - jab Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar. Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúlerað í því hvað hún muni bera og innhalda. Netmiðillinn MacRumors er eðli málsins samkvæmt meðal þeirra öflugustu í fréttaskrifum um væntanlegar tækninýjungar frá Apple. Þar sagði í vikubyrjun að vísbendingar væru um að tölvan, eða einhver eintök hennar, verði hvít að lit. Netmiðillinn Engadget bætir því við að búkurinn verði líklega tíu grömmum léttari og rétt örlítið þynnri en forverinn, minnið stærra, hraðvirkari A5-örgjörvi og hugsanlega myndavélar bæði að framan og aftan, sú að framan ætluð fyrir vefspjall. Myndavélarnar voru einmitt það sem notendur fyrstu iPad-tölvunnar fundu helst að henni. Bandaríska dagblaðið San Francisco Chronicle hnýtir við að forstjórinn, Steve Jobs, muni ekki kynna tölvuna þar sem hann sé í veikindaleyfi. Líklegasti staðgengill hans sé Phil Schiller, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Apple, en hann kynnti iPhone 3Gs til sögunnar fyrir tveimur árum þegar Jobs gat það ekki. - jab
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent