Liðið getur náð enn lengra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 08:00 Dóra María Lárusdóttir skaut íslenska liðinu í úrslitaleik Algarve-mótsins með laglegu marki.fréttablaðið/daníel Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður." Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður."
Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira