Rapparinn Ghostface Killah til Íslands 10. mars 2011 10:00 Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is RFF Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is
RFF Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira