Lífið

„Rétturinn sem fjöl­skyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda Ben er matgæðingur fram í fingurgóma.
Linda Ben er matgæðingur fram í fingurgóma.

Hér er á ferðinni bragðmikill og fljótlegur kjúklingaréttur með dásmlegri rjómasósu sem allir á heimilinu munu elska. Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og áhrifavaldur, á heiðurinn að réttinum, sem er jafn girnilegur og allt annað sem hún töfrar fram í eldhúsinu. 

Linda segir að rétturinn sé bæði nærandi fyrir líkama og sál og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.

„Þegar þig langar í eitthvað djúsí, hlýlegt og saðsamt á köldum dögum, þá er þessi réttur algjörlega málið. Þetta er rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur,“ skrifar Linda við færlsuna á Instagram-síðu sinni, þar sem hún sýnir einnig hvernig hún matreiðir réttinn.

Djúsí rjómalagaður kjúklingaréttur og hrísgrjón

Hráefni:

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • U.þ.b. 1 1/2 – 2 msk kjúklingakryddblanda
  • 6 hvítlauksgeirar
  • 1/2 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 haus brokkolí
  • 500 ml rjómi
  • 1 kjúklingakraftur
  • 190 g Sacla vegan tómat pestó
  • 1 msk sojasósa
  • 1/2 tsk oreganó
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 1/2 dl hrísgrjón
  • 500 ml vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir- og yfirhita.
  2. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til þau fá fallega gullna húð. Setjið í eldfast mót á meðan sósan er útbúin.
  3. Skerið laukinn, paprikuna og brokkolíið, steikið á pönnunni sem kjúklingalærin voru steikt á, rífið niður hvítlauksrifin og steikið létt og hellið svo pestóinu og rjómanum út á pönnuna.
  4. Bætið kjúklingakrafti, soja sósu, pipar og oreganó á pönnuna. Blandið öllu saman.
  5. Hellið sósunni yfir kjúklingalærin og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til lærin eru bökuð í gegn.
  6. Setjið hrísgrjón og vatn í pott og sjóðið þar til mjúk í gegn.

Berið kjúklingaréttinn fram með hrísgrjónunum.


Tengdar fréttir

Mömmupasta að hætti Lindu Ben

Linda Benediktsdóttir matgæðingur og uppskriftahöfundur deildi girnilegri uppskrift að kjúklinga-ravíólí í silkimjúkri hvítlauksrjómasósu með fersku babyleaf-salati. Rétturinn er bæði bragðgóður og fjölskylduvænn og tilvalinn sem hversdagréttur.

Fárveik í París

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.