Dauðarokkhljómsveit með jöfnum kynjahlutföllum 16. mars 2011 11:00 Haraldur, Gyða, Edda og Hafþór eru dauðarokkhljómsveitin Angist. Fréttablaðið/Stefán „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo. Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo.
Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira