Engu breytir að skipta um nafn á krónunni 17. mars 2011 05:00 Í Seðlabankanum Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Fréttablaðið/GVA Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká Fréttir Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká
Fréttir Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira