Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 09:06 Páll Pálsson fasteignasali segir fasteignamarkaðinn góðan fyrir kaupendur í dag. Framboðið sé mikið og jafnvægi á markaði. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Páll segir að á þessu ári sé búið að gera um þúsund samninga á mánuði og eins og staðan er í dag séu um fimm þúsund eignir á markaðnum, af þeim séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Hann segir framboðið mikið og fólk sé ekki að flýta sér eins mikið og það gerði áður, þegar framboðið var minna. Hann segir meðalsölutíma um hundrað daga frá því að íbúð er auglýst og samningur þinglýstur. Páll segir um fimmtíu prósent keðjanna sem myndast við sölu fasteignar ekki ná að fram að ganga innan samþykkts tíma. Hann segir nánast undantekningalaust að þegar fasteign er seld þá sé einhvers konar keðja, sérstaklega þegar fasteignin kostar 80 milljónir eða meira. Þá séu undantekningalaust einhverjar eignir á undan sem eru ódýrari. Það séu þó alls ekki margar slíkar íbúðir á sölu. Af þeim fimm þúsund íbúðum sem sé búið að selja á árinu séu aðeins um 50 þeirra seldar á 50 milljónir eða minna. Það séu mjög litlar íbúðir, 30 til 40 fermetrar. „Frá júní til nóvember í fyrra voru um 17 prósent af öllum íbúðum í nýbyggingum, það er um tíu til tólf prósent í dag og það sem er að seljast í nýbyggingunum eru litlu íbúðirnar. Það eru ódýrustu verðbilin.“ Mikið verðbil á nýjum og eldri byggingum Hann segir að af þeim fimm þúsund íbúðum sem eru á markaði í dag séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Það gangi vel að selja eldri eignir en það séu frekar vandræði með nýbyggingar. Hann segir um 100 til 150 íbúðir í nýbyggingum seljast á mánuði að meðaltali og það sé allt of lítið. Meðalfermetraverðið sé um 1.100 þúsund á meðan meðalfermetraverð á eldri eignum sé um 800 þúsund. Hann segir verðbilið of mikið. Páll segir það taka um eitt og hálft ár að selja þennan lager sem er á markaði og að hans mati sé það of langur tími. Hann segir að ef vextir væru lægri og lánaskilyrði léttari fyrir kaupendur væri búið að selja miklu meira af þessum fimm þúsund íbúðum sem eru á sölu. „Þetta er akkúrat ástandið sem Seðlabankinn er að reyna að búa til,“ segir Páll. Hann segir það hafa komið fram í skýrslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nýlega að 80 prósent af þeim sem eiga lágmarksútborgun geta ekki keypt. Til að kaupa þurfi manneskja að vera í pari eða að taka verðtryggt lán. „Við eigum að elska og hata hann,“ segir Páll um Seðlabankann og stefnu hans. Hávaxtastigið og aðgerðirnar séu að skila sér í því að fasteignaverð sé ekki að hækka um margar milljónir á mánuði. Kaupendamarkaður Það sé því meira jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé yfirleitt talað um það að ef engar fleiri eignir kæmu á markað og að það taki undir fjóra mánuði að selja lagerinn sé það „seljendamarkaður“ en ef það taki meira en sex mánuði sé það „kaupendamarkaður“. „Ég vil meina það að það hafi ekki verið svona góður tími til að kaupa fasteign í langan tíma. Fasteignaverð er ekki að hækka, það er mikið framboð. Þetta er fullkominn tími til að komast inn á markaðinn,“ segir Páll. Hann segir suma hafa áhyggjur af því að þegar þessi lager sem er til selst og það sem er í byggingu kemur á markað og selst gæti orðið skortur. Það séu margir að bíða eftir því að komast á markað. Sjálfur spáir hann því að þetta gæti gerst eftir tvö til fjögur ár, nema eitthvað verði gert. „Við viljum ekkert að fasteignaverð sé að hækka hérna um tvö til þrjú prósent á mánuði.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Bítið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Páll segir að á þessu ári sé búið að gera um þúsund samninga á mánuði og eins og staðan er í dag séu um fimm þúsund eignir á markaðnum, af þeim séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Hann segir framboðið mikið og fólk sé ekki að flýta sér eins mikið og það gerði áður, þegar framboðið var minna. Hann segir meðalsölutíma um hundrað daga frá því að íbúð er auglýst og samningur þinglýstur. Páll segir um fimmtíu prósent keðjanna sem myndast við sölu fasteignar ekki ná að fram að ganga innan samþykkts tíma. Hann segir nánast undantekningalaust að þegar fasteign er seld þá sé einhvers konar keðja, sérstaklega þegar fasteignin kostar 80 milljónir eða meira. Þá séu undantekningalaust einhverjar eignir á undan sem eru ódýrari. Það séu þó alls ekki margar slíkar íbúðir á sölu. Af þeim fimm þúsund íbúðum sem sé búið að selja á árinu séu aðeins um 50 þeirra seldar á 50 milljónir eða minna. Það séu mjög litlar íbúðir, 30 til 40 fermetrar. „Frá júní til nóvember í fyrra voru um 17 prósent af öllum íbúðum í nýbyggingum, það er um tíu til tólf prósent í dag og það sem er að seljast í nýbyggingunum eru litlu íbúðirnar. Það eru ódýrustu verðbilin.“ Mikið verðbil á nýjum og eldri byggingum Hann segir að af þeim fimm þúsund íbúðum sem eru á markaði í dag séu um tvö þúsund í nýbyggingum. Það gangi vel að selja eldri eignir en það séu frekar vandræði með nýbyggingar. Hann segir um 100 til 150 íbúðir í nýbyggingum seljast á mánuði að meðaltali og það sé allt of lítið. Meðalfermetraverðið sé um 1.100 þúsund á meðan meðalfermetraverð á eldri eignum sé um 800 þúsund. Hann segir verðbilið of mikið. Páll segir það taka um eitt og hálft ár að selja þennan lager sem er á markaði og að hans mati sé það of langur tími. Hann segir að ef vextir væru lægri og lánaskilyrði léttari fyrir kaupendur væri búið að selja miklu meira af þessum fimm þúsund íbúðum sem eru á sölu. „Þetta er akkúrat ástandið sem Seðlabankinn er að reyna að búa til,“ segir Páll. Hann segir það hafa komið fram í skýrslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nýlega að 80 prósent af þeim sem eiga lágmarksútborgun geta ekki keypt. Til að kaupa þurfi manneskja að vera í pari eða að taka verðtryggt lán. „Við eigum að elska og hata hann,“ segir Páll um Seðlabankann og stefnu hans. Hávaxtastigið og aðgerðirnar séu að skila sér í því að fasteignaverð sé ekki að hækka um margar milljónir á mánuði. Kaupendamarkaður Það sé því meira jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé yfirleitt talað um það að ef engar fleiri eignir kæmu á markað og að það taki undir fjóra mánuði að selja lagerinn sé það „seljendamarkaður“ en ef það taki meira en sex mánuði sé það „kaupendamarkaður“. „Ég vil meina það að það hafi ekki verið svona góður tími til að kaupa fasteign í langan tíma. Fasteignaverð er ekki að hækka, það er mikið framboð. Þetta er fullkominn tími til að komast inn á markaðinn,“ segir Páll. Hann segir suma hafa áhyggjur af því að þegar þessi lager sem er til selst og það sem er í byggingu kemur á markað og selst gæti orðið skortur. Það séu margir að bíða eftir því að komast á markað. Sjálfur spáir hann því að þetta gæti gerst eftir tvö til fjögur ár, nema eitthvað verði gert. „Við viljum ekkert að fasteignaverð sé að hækka hérna um tvö til þrjú prósent á mánuði.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Bítið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira