Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína 17. mars 2011 13:30 Magnús ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. Fréttablaðið/Valli „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
„Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira