Fimm vinklar The Strokes 17. mars 2011 19:30 Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty. Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty.
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira