Pabbi fór á kostum 23. mars 2011 16:33 Guðrún Ásmundsdóttir. Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve Fermingar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve
Fermingar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira