Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó 24. mars 2011 04:00 Biðjast afsökunar Yfirmenn kjarnorkuversins í Fukushima hneigðu sig djúpt að japönskum sið þegar þeir heimsóttu fólk sem þurfti að rýma íbúðir sínar vegna geislavirkni. fréttablaðið/AP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira