
Og þá var komið að David Fincher. Hann er nú sagður vera í samningaviðræðum við framleiðandann Scott Rudin en þeir tveir hafa unnið saman að kvikmyndunum The Social Network og Karlar sem hata konur eða The Girl with the Dragon Tattoo. Eins og gefur að skilja er um rándýra framleiðslu að ræða en talað hefur verið um að Angelina Jolie leiki hina duttlungafullu keisaraynju frá Egyptalandi og feti þar með í fótspor Elizabeth Taylor. Það hlýtur því að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Antoníus sem Richard Burton lék í kvikmyndinni frá árinu 1963.
