Íslensku forsetahjónunum er ekki boðið til brúðkaups Vilhjálms prins í Bretlandi og Kate Middleton sem fram fer í Westminster Abbey í Lundúnum 29. apríl. Fjölda þjóðarleiðtoga er boðið til athafnarinnar en flestir koma frá ríkjum breska samveldisins eða tengjast konungsfjölskyldunni blóðböndum.
Vigdísi Finnbogadóttur þáði á sínum tíma boð í brúðkaup Karls og Díönu, foreldra Vilhjálms, en sá munur var á að þá – líkt og enn – var Karl ríkisarfi. Sessunautur Vigdísar við athöfnina var Nancy Reagan, þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna.- bþs
Forsetahjónin ekki boðin
