Eðlisfræðikennari skrifaði lærða grein um Lebowski 30. mars 2011 08:00 Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big Lebowski á síðunni Dudespaper.com. Fréttablaðið/GVA „Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira