Lífið

Busta kemur óhræddur til Íslands

Bandaríski rapparinn Busta Rhymes stígur á svið í Vodafone-höllinni 18. maí.

Í desember ætlaði Arnviður Snorrason, annar af skipuleggjendum tónleikanna, að flytja inn annan rappara, The Game, en hann hætti við með örstuttum fyrirvara.

„Það voru tvær ástæður fyrir því að hann kom ekki. Það var veðrið sem var hérna og hann hafði lent í flughremmingum sem ollu þessari flughræðslu hjá honum. Ég hef ekki lent í flughremmingum sjálfur en ég hef heyrt af fólki sem hefur lent í slíku. Það hefur verið mjög lengi að jafna sig en ég held að Busta Rhymes sé ekki hræddur við neitt," segir Arnviður.

Rapparinn flýgur hingað til lands ásamt sjö manna hópi og ætla þeir að dvelja hérna í tvo daga. Aðspurður segir Arnviður að erfitt hafi verið að ná Rhymes til landsins.

„Ég er búinn að vera að vinna að því í fjóra mánuði. Ég þurfti að fara nokkrar krókaleiðir til að ná honum og það er búin að vera svolítil óvissa en svo loksins náði ég honum."- fb

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við eitt af þekktari lögum Busta, Break Ya Neck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×