Fjórir ofnar teknir úr notkun 31. mars 2011 00:00 Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira