Líbískir ráðamenn flýja 1. apríl 2011 00:30 Berjast gegn ofurefli Þrátt fyrir loftárásir á herbúnað Gaddafístjórnarinnar hafa uppreisnarmenn verið á undanhaldi síðustu daga.nordicphotos/AFP Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira