Ghostface Killah: Djammið og dömurnar á Íslandi heilla 1. apríl 2011 10:00 til íslands í fyrsta sinn Ghostface Killah heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á laugardaginn. nordicphotos/getty Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira