Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start 1. apríl 2011 16:00 í íslenska sendiráðinu Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira