Kabbalah kemur til Íslands 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. Fréttablaðið/Valli „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggjustefnu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal stórstjarna í Bandaríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrjaði strax það ár að vera með námskeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja námskeið um Kabbalah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að húsnæði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næstunni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilganginn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabbalah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forðast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-samkoma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira